Evrópa unga fólksins styður við æskulýðsstarf á Íslandi

Evrópa unga fólksins styður við æskulýðsstarf á Íslandi

Næsti umsóknarfrestur er 4. oktober kl. 10:00
Sækja um hér

Erasmus+ styrkir


Við veitum styrki til æskulýðsgeirans á Íslandi úr Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Ef þú vilt sækja um þá hjálpum við þér að móta verkefnið og gera umsóknina sem besta. Verkefnin sem við styrkjum eru ungmennaskipti, EVS sjálfboðaliðaverkefni, þjálfun aðila í æskulýðsstarfi, yfirfærsla þekkingar, nýsköpun í æskulýðsstarfi, frumkvæði ungs fólks og fundir ungs fólks og ráðamanna. Við veitum líka aðstoð til þeirra sem vilja fá styrk vegna samstarfs við lönd utan Evrópu.

Sjálfboðastarf

Sjálfboðastarf

Viltu gerast sjálfboðaliði í Evrópu? Finndu sendisamtök á Íslandi og farðu út í ævintýrið.

Taktu frumkvæði

Taktu frumkvæði

Ef þú ert 13-30 ára getur þú fengið styrk til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd!

Við höfum styrkt…

 • Lunga til að halda ungmennaskipti meðfram listahátíðinni.
 • Blindrafélagið til að halda námskeið fyrir æskulýðsfulltrúa Blindrafélaga um alla Evrópu.
 • Sveitarfélagið Hornafjörð til að halda fund ungs fólks í sveitarfélaginu.

… og svo margt fleira!

Skráðu þig á póstlistann


Skráðu þig á póstlistann okkar! Við sendum þér upplýsingar um nýjustu námskeiðin og fréttabréf 6 sinnum á ári. Svo kemur af og til eitthvað annað sniðugt.

Skráðu þig hér

Otlas.eu
Leit að samstarfsaðilium í fjölþjóðleg verkefni
Eurodesk
Upplýsingaþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi um Evrópu
Evrópska ungmennagáttin
Fjölbreytt tækifæri fyrir ungt fólk út um alla Evrópu

Ný námskeið


Youth Work Against Violent Radicalisation
 • Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn og stefnumótendur.
 • Markmið: Á þessari ráðstefnu verður skoðað hvernig æskulýðsstarf getur unnið gegn ofbeldis- og öfgavæðingu ungs fólks í Evrópu.
 • Hvar: Möltu
 • Hvenær: 27. nóvember – 1. desember 2017
 • Umsóknarfrestur: 1. september 2017

Nánar

E+ dorphins, boosting sports in Erasmus+ youth projects
 • Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki í æskulýðs- og íþróttastarfi.
 • Markmið: Að hvetja til aukinnar áherslu á íþróttir í Erasmus+ verkefnum og skoða hvernig hægt er að nýta íþróttir sem tæki í æskulýðsstarfi.
 • Hvar: Oostende, Belgíu
 • Hvenær: 25. – 30. september 2017
 • Umsóknarfrestur: 2. júlí 2017

Nánar

Eye Opener
 • Fyrir: Teymi sem innihalda 1 starfsmann og 1-2 ungmenni á aldrinum 15-18 ára.
 • Markmið: Að opna auga þátttakenda fyrir þeim möguleikum sem felast í ungmennaskiptaverkefnum og að skapa tækifæri til að finna samstarfsaðila til að vinna ungmennaskiptaverkefni með.
 • Hvar: KEX Hostel – Reykjavík
 • Hvenær: 22. – 27. nóvember 2017
 • Umsóknarfrestur: 18. september 2017

Nánar