Evrópa unga fólksins styður við æskulýðsstarf á Íslandi

Evrópa unga fólksins styður við æskulýðsstarf á Íslandi

Næsti umsóknarfrestur er 4. október!
Ath! Skila þarf rafrænt fyrir klukkan 10:00 um morguninn.

Erasmus+ styrkir


Við veitum styrki til æskulýðsgeirans á Íslandi úr Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Ef þú vilt sækja um þá hjálpum við þér að móta verkefnið og gera umsóknina sem besta. Verkefnin sem við styrkjum eru ungmennaskipti, EVS sjálfboðaliðaverkefni, þjálfun aðila í æskulýðsstarfi, yfirfærsla þekkingar, nýsköpun í æskulýðsstarfi, frumkvæði ungs fólks og fundir ungs fólks og ráðamanna. Við veitum líka aðstoð til þeirra sem vilja fá styrk vegna samstarfs við lönd utan Evrópu.

Sjálfboðastarf

Sjálfboðastarf

Viltu gerast sjálfboðaliði í Evrópu? Finndu sendisamtök á Íslandi og farðu út í ævintýrið.

Taktu frumkvæði

Taktu frumkvæði

Ef þú ert 13-30 ára getur þú fengið styrk til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd!

Við höfum styrkt…

 • Lunga til að halda ungmennaskipti meðfram listahátíðinni.
 • Blindrafélagið til að halda námskeið fyrir æskulýðsfulltrúa Blindrafélaga um alla Evrópu.
 • Sveitarfélagið Hornafjörð til að halda fund ungs fólks í sveitarfélaginu.

… og svo margt fleira!

Skráðu þig á póstlistann


Skráðu þig á póstlistann okkar! Við sendum þér upplýsingar um nýjustu námskeiðin og fréttabréf 6 sinnum á ári. Svo kemur af og til eitthvað annað sniðugt.

Skráðu þig hér

Otlas.eu
Leit að samstarfsaðilium í fjölþjóðleg verkefni
Eurodesk
Upplýsingaþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi um Evrópu
Evrópska ungmennagáttin
Fjölbreytt tækifæri fyrir ungt fólk út um alla Evrópu

Ný námskeið


I Reject, Do You? 2.0
 • Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki og ungt fólk sem er virkt í æskulýðsstarfi.
 • Markmið: Á námskeiðinu verður lögð áhersla að fræða þátttakendur um kynbundið ofbeldi og hvernig hægt er að nálgast kynbundið ofbeldi sem viðfangsefni í æskulýðsstarfi.
 • Hvar: Mollina, Spáni
 • Hvenær: 3. – 9. október
 • Umsóknarfrestur: 7. ágúst

Nánar

APPETISER
 • Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki og hafa enga reynslu af fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi.
 • Markmið: Að gefa þátttakendum tækifæri til að upplifa á eigin skinni hvernig það er að taka þátt í fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi svo að þeir séu betur í stakk búnir til að skipuleggja fjölþjóðleg verkefni með sínum ungmennum.
 • Hvar: Búdapest, Ungverjalandi
 • Hvenær: 5. – 9. desember
 • Umsóknarfrestur: 28. ágúst

Nánar

Demoracy Reloaded
 • Fyrir: Þeir sem starfa með ungu fólk og fulltrúar stjórnsýslunnar í sveitarfélögum.
 • Lýsing: Á þessum námskeiði verður skoðað hvernig hægt er að valdefla ungt fólk í ákvarðannatöku innan sveitarfélaga og koma á samtali ungs fólks og ráðamanna í sveitarfélögum.
 • Hvar:Búdapest, Ungverjalandi
 • Hvenær: 28. – 4. desember
 • Umsóknarfrestur: 25. september

Nánar