Evrópa unga fólksins styður við æskulýðsstarf á Íslandi

Evrópa unga fólksins styður við æskulýðsstarf á Íslandi

Næsti umsóknarfrestur er 4. október!
Ath! Skila þarf rafrænt fyrir klukkan 10:00 um morguninn.

Erasmus+ styrkir


Við veitum styrki til æskulýðsgeirans á Íslandi úr Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Ef þú vilt sækja um þá hjálpum við þér að móta verkefnið og gera umsóknina sem besta. Verkefnin sem við styrkjum eru ungmennaskipti, EVS sjálfboðaliðaverkefni, þjálfun aðila í æskulýðsstarfi, yfirfærsla þekkingar, nýsköpun í æskulýðsstarfi, frumkvæði ungs fólks og fundir ungs fólks og ráðamanna. Við veitum líka aðstoð til þeirra sem vilja fá styrk vegna samstarfs við lönd utan Evrópu.

Sjálfboðastarf

Sjálfboðastarf

Viltu gerast sjálfboðaliði í Evrópu? Finndu sendisamtök á Íslandi og farðu út í ævintýrið.

Taktu frumkvæði

Taktu frumkvæði

Ef þú ert 13-30 ára getur þú fengið styrk til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd!

Við höfum styrkt…

 • Lunga til að halda ungmennaskipti meðfram listahátíðinni.
 • Blindrafélagið til að halda námskeið fyrir æskulýðsfulltrúa Blindrafélaga um alla Evrópu.
 • Sveitarfélagið Hornafjörð til að halda fund ungs fólks í sveitarfélaginu.

… og svo margt fleira!

Skráðu þig á póstlistann


Skráðu þig á póstlistann okkar! Við sendum þér upplýsingar um nýjustu námskeiðin og fréttabréf 6 sinnum á ári. Svo kemur af og til eitthvað annað sniðugt.

Skráðu þig hér

Otlas.eu
Leit að samstarfsaðilium í fjölþjóðleg verkefni
Eurodesk
Upplýsingaþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi um Evrópu
Evrópska ungmennagáttin
Fjölbreytt tækifæri fyrir ungt fólk út um alla Evrópu

Ný námskeið


Stuðningur við ungmennaráð – Námsheimsókn til Finnlands og Eistlands
 • Fyrir: Starfsmenn sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka sem styðja við starfsemi ungmennaráðs. Einnig eru þeir sem stefna að því að koma á ungmennráði hvattir til sækja um.
 • Markmið: Að gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttu starfi ungmennaráða í Finnlandi og Eistlandi.
 • Hvar: Helsinki í Finnlandi og Tallinn í Eistlandi
 • Hvenær: 7. – 11. nóvember
 • Umsóknarfrestur: 29. september
 • ath. Þátttökugjald í námsheimsókninni er 15.000 kr. Innifalið í því er ferðakostnaður og uppihald.

Nánar

Strategic Partnerships Plus- A plus for non-discrimination in Europe
 • Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki
 • Markmið: Að skapa vettvang til að mynda tengsl með það að markmiði að skipuleggja og framkvæma stór samstarfsverkefni æskulýðsstarfs, skóla og annarra aðila sem miða að því að vinna gegn mismunun og hatursorðræðu.
 • Hvar: Búkarest, Rúmeníu
 • Hvenær: 22. – 26. nóvember
 • Umsóknarfrestur: 02. október

Nánar

Yes for EVS!
 • Fyrir: EVS samtök
 • Markmið: Á þessari tengslaráðstefnu gefst EVS samtökum tækifæri til að mynda samband við önnur samtök um bæði þegar kemur að því að senda og taka á móti sjálfboðaliðum.
 • Hvar: Búkarest, Rúmeníu
 • Hvenær: 18. – 20. nóvember
 • Umsóknarfrestur: 07. október

Nánar