Evrópa unga fólksins styður við æskulýðsstarf á Íslandi

Evrópa unga fólksins styður við æskulýðsstarf á Íslandi

Við veitum styrki úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Næsti umsóknarfrestur er 15. febrúar, kl. 10:00.

Erasmus+ styrkir


Við veitum styrki til æskulýðsgeirans á Íslandi úr Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Ef þú vilt sækja um þá hjálpum við þér að móta verkefnið og gera umsóknina sem besta. Verkefnin sem við styrkjum eru ungmennaskipti, EVS sjálfboðaliðaverkefni, þjálfun aðila í æskulýðsstarfi, yfirfærsla þekkingar, nýsköpun í æskulýðsstarfi, frumkvæði ungs fólks og fundir ungs fólks og ráðamanna. Við veitum líka aðstoð til þeirra sem vilja fá styrk vegna samstarfs við lönd utan Evrópu.

Sjálfboðastarf

Sjálfboðastarf

Viltu gerast sjálfboðaliði í Evrópu? Finndu sendisamtök á Íslandi og farðu út í ævintýrið.

Taktu frumkvæði

Taktu frumkvæði

Ef þú ert 13-30 ára getur þú fengið styrk til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd!

Við höfum styrkt…

 • Lunga til að halda ungmennaskipti meðfram listahátíðinni.
 • Blindrafélagið til að halda námskeið fyrir æskulýðsfulltrúa Blindrafélaga um alla Evrópu.
 • Sveitarfélagið Hornafjörð til að halda fund ungs fólks í sveitarfélaginu.

… og svo margt fleira!

Skráðu þig á póstlistann


Skráðu þig á póstlistann okkar! Við sendum þér upplýsingar um nýjustu námskeiðin og fréttabréf 6 sinnum á ári. Svo kemur af og til eitthvað annað sniðugt.

Skráðu þig hér

Otlas.eu
Leit að samstarfsaðilium í fjölþjóðleg verkefni
Eurodesk
Upplýsingaþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi um Evrópu
Evrópska ungmennagáttin
Fjölbreytt tækifæri fyrir ungt fólk út um alla Evrópu

Ný námskeið


MINDSET OF YOUTH WORKERS in supporting learning through youth mobilities
 • Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn með reynslu af þátttöku í evrópsku æskulýðsstarfi.
 • Markmið: Á þessu námskeiði munu þátttakendur að fá að ígrunda þá hæfni sem er nauðsynleg til að skipuleggja og taka þátt í fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum í æskkulýðsstarfi.
 • Hvar: De Glind, Hollandi
 • Hvenær: 13. – 19. maí 2018
 • Umsóknarfrestur: 30. mars 2018

Nánar

Let’s Get It On!
 • Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn sem eru að vinna með ungu fólki sem býr við færri tækifæri og hafa áhuga á að skipuleggja ungmennaskipti
 • Markmið: Um er að ræða tengslaráðstefnu þar sem skoðað verður hvernig hægt er að nota tónlist sem tæki í ungmennaskiptum.
 • Hvar: Dublin, Írlandi
 • Hvenær: 16. – 20. apríl 2018
 • Umsóknarfrestur: 16. febrúar 2018

Nánar

Tools for youth exchanges
 • Fyrir: Fyrir þá sem byrjaðir eru að skipuleggja ungmennaskipti, hafa sótt um nú þegar eða hafa reynslu af skipulagningu eða þátttöku í ungmennaskiptum
 • Markmið: Að kynna tæki og tól til þess að bæta gæði hópastarfs í fjölþjóðlegum verkefnum. Auka skilning á hvernig mismunandi aðferðir efla ungt fólk til að meta reynslu þeirra af verkefnum og að efla þátttöku þeirra í dreifingu á niðurstöðum þeirra.
 • Hvar: Mollina, Málaga, Spáni
 • Hvenær: 9. – 15. apríl 2018
 • Umsóknarfrestur: 25. febrúar 2018

Nánar