Tekið er á móti styrkumsóknum til Evrópu unga fólksins á sérstökum eyðublöðum sem eru aðgengileg hér fyrir neðan um 2 mánuðum fyrir hvern umsóknarfrest. Allir sem vilja sækja um þurfa að búa til PIC númer. Smellið hér til að athuga hvort að ykkar samtök/stofnun/sveitarfélag sé þegar komið með PIC númer.

Smellið hér til að sækja um PIC númer

Sækja um PIC númer


Þegar sótt er um styrk í fyrsta sinn þarf að skrá öll samtök, stofnanir eða hópa sem taka þátt í verkefninu í Participant Portal-kerfið. Þar fá öll samtök svokallað PIC-númer sem er síðan hægt að nota í hvert skipti sem sótt er um styrki frá Evrópusambandinu. Myndbandið hér til hliðar er síðan 2014 og er viðmótið því aðeins breytt. Þrátt fyrir það hjálpar það ennþá umsækjendum að sækja PIC númer.

Viðhengi fyrir PIC skráningu
1) Eyðublað með upplýsingum um bankareikning: Við mælum með því að umsækjendur stofni Evru-reikning því þeir fá styrkinn greiddan út í evrum. Styrkþegar þurfa líka oftast að millifæra upphæð í evrum til samstarfsaðilanna í Evrópu.
2) Útskrift af skráningu samtakanna í Fyrirtækjaskrá eða afrit skilríki löggilts fulltrúa fyrir óformlega hópa.

Sækja um styrk


1

Sækja umsóknareyðublaðið. Eyðublöðin eru 3 eftir því hvernig styrk er verið að sækja um.

2

Fylla út í eyðublaðið og hengja við það viðhengin sem eru tilgreind hér fyrir neðan.

3

Smella á “Submit Online” aftast í eyðublaðinu fyrir kl. 10:00 um morguninn á umsóknardag.

Viðhengi sem fylgja eiga öllum umsóknum
1) “Declaration of Honour”: Prenta þarf út M hluta eyðublaðsins og ábyrgðaraðili umsækjanda (legal representative) þarf að skrifa undir “Declaration of Honour”. Síðan þarf að skanna/taka mynd af undirskriftinni og hengja við umsókn.
2) Umboð (mandate): Allir samstarfsaðilar eiga að veita umsækjanda umboð til að sækja um styrkinn fyrir hönd allra samtaka sem taka þátt í verkefninu. Öll samtök þurfa að fylla út í eyðublaðið og ábyrgðaraðilar samtakanna (legal representative) eiga að skrifa undir ásamt ábyrgðaraðila umsækjanda.
3) Dagskrá fyrir nám og þjálfun / Tímalína fyrir samstarfsverkefni

Athugið að lesa vel reglurnar varðandi viðeigandi styrki í Handbók Erasmus+. Lesið líka yfirlýsingu um persónuvernd vegna umsókna í Erasmus+.

Munið að vera í sambandi við Evrópu unga fóksins áður en þið sækið um til að fá góð ráð og ábendingar. Við erum í síma 551 9300 og netfanginu euf@euf.is.

Til að opna umsóknareyðublöð þarftu að hlaða þeim niður á tölvuna þína með því að velja Save link as… eða Vista sem.

Athugið að umsóknareyðublöð vegna ferðastyrkja á námskeið eru á síðunni námskeið.