Evrópa unga fólksins er landsskrifstofa æskulýðshluta Erasmus+ á Íslandi og Rannís er landsskrifstofa menntahluta Erasmus+ á Íslandi. Flest lönd í Evrópu taka þátt í Erasmus+ og flest þeirra hafa sínar eigin landsskrifstofur. Með því að smella á löndin hér fyrir neðan ferðu á vefsíðu landsskrifstofunnar í viðkomandi landi.

Nágrannalönd (Partner)


Nágrannalöndin taka ekki fullan þátt í Erasmus+, en geta þó verið með í flestum gerðum verkefna. Þau hafa ekki sínar eigin landsskrifstofur, en samstarfið við þau fer fram í gegn um stuðningsskrifstofurnar SALTO EuroMed (Miðjarðarhafslönd), SALTO Suð-austur Evrópu og SALTO Austur-Evrópu og Kákasus.

Suð-austur Evrópa:

 • Albanía
 • Bosnía-Hersegóvína
 • Kosovo
 • Serbía
 • Svartfjallaland

Austur-Evrópa og Kákasus:*

 • Armenía
 • Aserbaídsjan
 • Georgía
 • Hvítarússland
 • Moldóva
 • Rússland
 • Úkraína

Miðjarðarhafslönd:

 • Alsír
 • Egyptaland
 • Ísrael
 • Líbanon
 • Líbýa
 • Marokkó
 • Palestína
 • Sýrland
 • Túnis

*Ath: Öll löndin á Austur-Evrópu- og Kákasussvæðinu tilheyra Austur-Evrópusamstarfinu nema Rússland.