Erasmus+ gengur út á að styðja við helstu stefnur Evrópusambandsins í mennta- og æskulýðsmálum. Í því ljósi hafa markmið og forgangsatriði áætlunarinnar fyrir hvern málaflokk verið ákveðin. Nauðsynlegt er að verkefni tengist þessum markmiðum og forgangsatriðum til þess að þau geti fengið styrk.

Forgangsatriði í æskulýðshluta Erasmus+


 • Gæði í æskulýðsstarfi – áhersla á aukna starfshæfni ungs fólks sem býr við færri tækifæri.
 • Alþjóðavæðing æskulýðsstarfs þvert á alla hluta Erasmus+ áætlunarinnar.
 • Efling starfsfólks í æskulýðsgeiranum og gæðastaðlar hvað varðar siðferðisleg og fagleg málefni.
 • Tenging milli stefnumörkunar, rannsókna og framkvæmda.
 • Viðurkenning á æskulýðsstarfi og óformlegu námi í Evrópu.
 • Valdefling – áhersla á aðgengi að réttindum, sjálfræði og virkri þátttöku í samfélaginu.
 • Hvatning til að tjá skoðanir sínar – ungt fólk geti haft áhrif á kjörna fulltrúa á opinberum vettvangi.
 • Efling frumkvöðlastarfs meðal ungs fólks.

Undirmarkmið í æskulýðshluta Erasmus+


 • Efla færni ungs fólks, sérstaklega þeirra sem búa við færri tækifæri – lýðræðisleg þátttaka í samfélaginu.
 • Efla gæði í æskulýðsstarfi, einkum með aukinni samvinnu milli stofnana á sviði æskulýðsmála.
 • Efla stefnumótun á innlendum vettvangi – þróun í æskulýðsmálum og viðurkenning á óformlegu námi.
 • Efla alþjóðlega þátttöku í æskulýðsstarfi.