Erasmus+ er styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta- æskulýðs- og íþróttamál 2013-2020. Erasmus+ mun veita 14,7 milljarða evra í styrki á þessu sjö ára tímabili til fjölbreyttra verkefna.

Áætlunin styður meðal annars skiptinám, sjálfboðaliðastarf, ungmennaskipti, símenntun starfsfólks, notkun upplýsingatækni í kennslu, tungumálanám, viðurkenningu á færni, fjölbreytt samstarfsverkefni, nýsköpun í kennslufræðum, stefnumótun á öllum stigum, átök gegn leikjasvindli og fíkniefnanotkun íþróttum, og margt fleira.

Á Íslandi sér Evrópa unga fólksins um æskulýðshluta Erasmus+ og Rannís um menntahluta Erasmus+. Hluti styrkja Erasmus+ á sviði mennta- æskulýðs og íþróttamála eru í umsjá Framkvæmdaskrifstofu mennta- og menningarmála í Brussel.

Styrkir úr Erasmus+ til mennta- og æskulýðsmála skiptast í þrjá flokka: Vistaskipti (flokkur 1), Samstarfsverkefni (flokkur 2) og Stefnumótun (flokkur 3). Til viðbótar við þessa þrjá flokka eru styrkir til íþróttamála og Jean Monnet-styrkir til kennslu og rannsókna á sviði evrópskrar samrunaþróunar.

Nánari upplýsingar um uppbyggingu Erasmus+ eru í Handbók Erasmus+. Upplýsingar um Erasmus+ styrki til æskulýðsmála er að finna undir styrkir.