Evrópa unga fólksins er þjónustuskrifstofa og þekkingarmiðstöð fyrir æskulýðsstarf á Íslandi. Við veitum styrki úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til verkefna í æskulýðsstarfi og aðstoðum þá sem ætla að sækja styrki við að móta góð verkefni. Við miðlum þekkingu um æskulýðsstarf og óformlegt nám á Íslandi á ýmsa vegu og styðjum við símenntun æskulýðsstarfsfólks, meðal annars með því að styrkja það til þess að sækja námskeið í Evrópu.

Evrópa unga fólksins er rekin af Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. UMFÍ hefur séð um rekstur skrifstofunnar frá 2007 en árin 2007-2013 var ungmennaáætlun Evrópusambandsins, forveri Erasmus+, einmitt kölluð Evrópa unga fólksins.

Um Erasmus+


Almennt um Erasmus+

Upplýsingar um Erasmus+ áætlunina, hvernig hún virkar og hvers vegna hún er til.

Markmið Erasmus+

Það er nauðsynlegt að hafa markmið og forgangsatriði Erasmus+ í huga þegar sótt er um styrk.

Þátttökulönd Erasmus+

Löndin sem taka þátt í Erasmus+ áætluninni og tenglar á landsskrifstofur Erasmus+ í þeim löndum.

Um Evrópu unga fólksins


Starfsfólk og skrifstofa

Upplýsingar um starfsfólk Evrópu unga fólksins, netföng og opnunartími skrifstofunnar.

Úthlutanir

Upplýsingar um styrkúthlutanir Evrópu unga fólksins síðan 2011, bæði innan Erasmus+ og Youth in Action.