Samstarfsverkefni sem snúa að yfirfærslu þekkingar og innleiðingu nýrra aðferða. Þessi verkefni eru frábær leið til að nýta þekkingu sem er til staðar í æskulýðsgeiranum í Evrópu. Hægt er að fá grunnstyrk til að framkvæma verkefni, hitta samstarfsaðila á fundum og halda námskeið. Hvað langar þig að gera?

Náðu í umsóknareyðublaðið!

Fjölbreytt samstarfsverkefni!


Öll stefnumiðuð samstarfsverkefni eiga það sameiginlegt að stefna að einhverju skilgreindu markmiði. Æskilegt er að verkefni sem snúa að yfirfærslu þekkingar skili af sér afurð. Að öðru leyti er innihald samstarfsverkefna mjög opið. Þau geta meðal annars snúist um:

 • að efla samstarf milli aðila og skiptast á góðum starfsaðferðum
 • að stuðla að viðurkenningu á óformlegu námi eða skiptast á þekkingu um leiðir til þess að meta óformlegt nám
 • samstarf yfirvalda á sviði æskulýðs- og menntamála til að efla starf á þessum sviðum
 • stór verkefni þar sem starfsmenn vinna að nýsköpun í æskulýðsstarfi
 • að efla borgaravitund og frumkvæði ungs fólks með fjölþjóðlegum frumkvæðisverkefnum

Reglurnar


Hverjir geta sótt um?
 • Öll félög, stofnanir og fyrirtæki
Fjöldi samstarfsaðila
 • Samstarfsaðilar frá minnst tveimur löndum.
Lengd
 • 6-36 mánuðir
Umsóknarfrestir
 • 15. febrúar (verkefni sem byrja 1. júní til 30. september)
 • 26. apríl (verkefni sem byrja 1. september til 31. desember)
 • 4. október (verkefni sem byrja 1. febrúar til 31. maí)

Styrkupphæðir – Hámarksstyrkur er € 150.000 á ári á hvert verkefni


Kostnaður vegna verkefnisstjórnar
 • Skipulagssamtök: € 500 á mánuði
 • Önnur samtök: € 250 á mánuði á samtök
 • Hámark: € 2.750 á mánuði
Fjölþjóðlegir fundir

Vegalengdir miðast við loftlínu. Notið þessa reiknivél til að finna vegalengdina.

 • Ef ferðast er 100-1.999 km: € 575 á mann
 • Ef ferðast er lengra en 2000 km: € 760 á mann
Sérstakur kostnaður
 • 75% af raunkostnaði vegna undirverktaka eða kaupum á vöru og þjónustu
 • Á aðeins við ef um er að ræða sérfræðiþjónustu sem samtökin sem standa á bak við verkefnið geta ekki sinnt
Stuðningur við sérþarfir
 • 100% af kostnaði vegna þátttöku fatlaðra einstaklinga

Námskeið og ferðir


Til viðbótar við grunnstyrkinn í samstarfsverkefnum er hægt að fá styrk fyrir þrennskonar mismunandi námskeiðum og ferðum. Til að fá þann styrk þarf að sýna framá að slík námskeið og ferðir bæti verkefnið og auki líkur á að það nái fram markmiðum sínum.

ATH! í verkefnum sem snúa að yfirfærslu þekkingar er mest hægt að sækja um styrk fyrir 100 þátttakendum í námskeið og ferðir.

Ferðastyrkur fyrir námskeið og ferðir

Vegalengdir miðast við loftlínu. Notið þessa reiknivél til að finna vegalengdina.

 • Ef ferðast er 100-1.999 km: € 275 á mann
 • Ef ferðast er lengra en 2000 km: € 360 á mann
Ferðastyrkur innanlands
  Ef kostnaður vegna ferðar innanlands til að komast í millilandaflug er hærri en € 225 er hægt að sækja um auka ferðastyrk að upphæð € 180 fyrir hvern þátttakanda.
  Hægt er að sækja um þennan styrk 2x á mann þegar langt er í alþjóðlegan flugvöll í báðum löndum.
Blended mobility of learners
 • 5 daga – 2 mánaða námskeið þar sem lærdómur fer bæði fram í stuttri ferð og á netinu á fjölbreyttan hátt.
 • Styrkur: €55 á dag fyrstu 14 daga ferðarinnar og € 40 á dag umfram 14 daga.
Long term mobility of youth workers
 • 2-12 mánaða langar ferðir fyrir þá sem eru að starfa með ungu fólki.
 • Styrkur: €105 á dag fyrstu 14 daga ferðarinnar og € 74 fyrir næstu 15-60 daga. € 53 á dag umfram 60 daga.
Short – term joint staff training events
 • 5 daga – 2 mánaða námskeið til að þjálfa starfsfólk og sjálfboðaliða samtakanna sem taka þátt í verkefninu.
 • Styrkur: €100 á dag fyrstu 14 daga ferðarinnar og € 70 á dag umfram 14 daga.

Viltu sækja um? Náðu í umsóknareyðublaðið!