Í ungmennaskiptum hittast hópar ungs fólks frá mismunandi löndum til að vinna saman með eitthvert ákveðið viðfangsefni. Hóparnir fá tækifæri til að kynnast menningu hvers annars og læra af hver öðrum.

Náðu í umsóknareyðublaðið!

Ungmennaskipti og óformlegt nám


Ungmennaskipti byggja á hugmyndafræðinni um óformlegt nám. Þó þau fari ekki fram innan skólaumhverfis eru þau fyrst og fremst tækifæri fyrir ungt fólk að læra eitthvað nýtt. Hægt er að taka hvaða efni sem er fyrir í ungmennaskiptum, en það skiptir miklu máli að unga fólkið sjálft hafi áhuga á því sem er verið að fjalla um. Til að hjálpa ykkur að finna aðferðir til að nota í ungmennaskiptunum höfum við tekið saman gagnabanka um óformlegt nám. Til þess að staðfesta námið sem á sér stað í ungmennaskiptum mælum við með því að nota Youthpass.

Dæmi um verkefni


Æ.S.K.A. á Austurlandi fékk styrk fyrir ungmennaskiptaverkefni undir hetinu Power4People: Stand up for your right!
Verkefnið var samtarfsverkefni milli Póllands, Þýskalands og Íslands. Verkefnið var það þriðja í röð verkefna þar sem hópur ungmenna frá áður nefndum löndum hittist, ræddi saman og skiptist á hugmyndum um mannréttindi, jafnrétti og hvernig ungt fólk getur látið rödd sína heyrast. Þátttakendur notuðust við tónlist sem miðil til að koma hugmyndum sínum á framfæri.

LungA hefur nokkrum sinnum skipulagt ungmennaskipti samhliða listahátíðinni. Þá hafa hópar ungs fólks með áhuga á listum og menningu frá löndum eins og Íslandi, Danmörku, Eistlandi og Finnlandi verið saman nokkra daga fyrir listahátíðina og nokkra daga eftir listahátíðina ásamt því að taka þátt í hátíðinni sjálfri. Á hverju ári hefur verið fjallað um nýtt viðfangsefni, til dæmis: Listir og lýðræði, þéttbýli og dreifbýli og fleira.

Reglurnar


Hverjir geta sótt um?
 • Félög sem starfa ekki í hagnaðarskyni
 • Opinberir aðilar, stofnanir
 • Óformlegir hópar ungs fólks sem eru virkir í ungmennastarfi
Þátttakendur
 • Ungt fólk á aldrinum 13-30 ára
 • Minnst 16 og mest 60 ungmenni alls
 • Minnst 4 ungmenni frá hverju landi
 • Minnst einn hópstjóri frá hverju landi (hópstjórar þurfa að vera minnst 18 ára, engin efri aldursmörk)
Lengd
 • Hver ungmennaskipti: 5-21 dagar
 • Verkefnistímabil: 3-24 mánuðir
 • Ath.: Innan verkefnistímans geta farið fram meira en ein ungmennaskipti
Fjöldi samstarfsaðila
 • Einn frá hverju landi, minnst tvö lönd
Staðsetning
 • Hver ungmennaskipti þurfa að fara fram í landi eins hópsins
Umsóknarfrestir
 • 15. febrúar (verkefni sem byrja 1. maí til 30. september)
 • 26. apríl (verkefni sem byrja 1. ágúst til 31. desember)
 • 4. október (verkefni sem byrja 1. janúar til 31. maí)
Undirbúningsheimsókn
 • Lengd: 2 dagar (ferðadagar ekki taldir með)
 • Þátttakendur: 1 frá hverjum hóp, 2 ef minnst annar þeirra er ungmenni sem tekur þátt í ungmennaskiptunum

Styrkupphæðir


Verkefnisstyrkur
 • Skipulagsstyrkur: € 45 * fjöldi daga * fjöldi þátttakenda
 • Stuðningur við sérþarfir: 100% af kostnaði vegna þátttöku fatlaðra einstaklinga
 • Sérstakur kostnaður:
  – 100% af kostnaði vegna vegabréfsáritanna.
  – Gistingar í undirbúningsheimsókn.
  – V/þátttöku ungs fólks með færri tækifæri.
  – Viðbótarstyrkur v/ferðakostnaðar: ef upphæð ferðastyrks hér til hliðar dekkar ekki 70% af heildarkostnaði er hægt að sækja um styrk allt að 80% af heildar ferðakostnaði.
Ferðastyrkur milli landa

Vegalengdir miðast við loftlínu. Notið þessa reiknivél til að finna vegalengdina.

 • 10-99 km: € 20 á mann
 • 100-499 km: € 180 á mann
 • 500-1999 km: € 275 á mann
 • 2000-2999 km: € 360 á mann
 • 3000-3999 km: € 530 á mann
 • 4000-7999 km: € 820 á mann
 • 8000 km og lengra: € 1500 á mann

Viltu sækja um? Náðu í umsóknareyðublaðið!