Þjálfunarverkefni eru mjög fjölbreytt. Þau snúast um að þeir sem vinna með ungu fólki, hvort sem er í launaðri vinnu eða í sjálfboðastarfi, geti gert það enn betur. Þjálfun starfsfólks í æskulýðsgeiranum getur verið til dæmis námskeið, ráðstefnur og fundir en líka lengri eða styttri heimsóknir og starfsnám.

Náðu í umsóknareyðublaðið!

Hugarflugið ræður


Eina sem þið þurfið að hafa í huga er að verkefnið hafi áhrif á vinnuna ykkar í ungmennastarfinu og að ykkar markhópur er ungt fólk á aldrinum 13 – 30 ára. Við treystum þér til að móta verkefnið þitt eins og best hentar. Stundum er sniðugt að halda námskeið og fá þátttakendur frá mörgum löndum, stundum hentar betur að fara í langa heimsókn til annarra aðila sem sinna æskulýðsstarfi.

Dæmi um verkefni


Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fékk styrk til að taka á móti tveimur starfsmönnum frá samtökum félagsmiðstöðva í Vín. Þessir starfsmenn voru í Reykjavík í 10 daga og kynntu sér starfsemi frístundamiðstöðva í Reykjavík. Þannig fékk starfsfólk í æskulýðsgeiranum í ólíkum löndum tækifæri til að læra af hvert öðru og kynnast nýjum aðferðum í starfi, en starfsmenn Reykjavíkurborgar höfðu áður farið til Vínar.

Rauði krossinn í Reykjavík hefur þróað aðferð til þess að vekja athygli á stöðu flóttamanna með 24 tíma hlutverkaleik. Til að kynna aðferðina fyrir fólki frá öðrum löndum hafa þau fengið styrki frá Evrópu unga fólksins og haldið fjölþjóðleg námskeið um þennan leik. Þar fara þátttakendur í gegn um leikinn sjálfan og fá líka upplýsingar um hugmyndafræðina sem á bak við liggur.  Einnig tóku þátttakendur þátt í praktískum vinnusmiðjum til að aðstoða þá við að skipuleggja svipaðan leik í sínu heimalandi.

Reglurnar


Hverjir geta sótt um?
 • Félög sem starfa ekki í hagnaðarskyni
 • Opinberir aðilar, stofnanir
 • Óformlegir hópar ungs fólks sem eru virkir í ungmennastarfi
Þátttakendur
 • Hámark 50 manns (fundarstjórar, þjálfarar o.s.frv. eru taldir með)
 • Engar aldurskröfur
Lengd
 • Hver viðburður: 2 dagar – 2 mánuðir
 • Verkefnistímabil: 3-24 mánuðir
 • Ath.: Innan verkefnistímans geta farið fram meira en einn viðburður
Fjöldi samstarfsaðila
 • Einn frá hverju landi, minnst tvö lönd
Staðsetning
 • Hver viðburður þarf að fara fram í landi eins hópsins
Umsóknarfrestir
 • 15. febrúar (verkefni sem byrja 1. maí til 30. september)
 • 26. apríl (verkefni sem byrja 1. ágúst til 31. desember)
 • 4. október (verkefni sem byrja 1. janúar til 31. maí)

Styrkupphæðir


Verkefnisstyrkur
 • Skipulagsstyrkur: € 71 * fjöldi daga * fjöldi þátttakenda (hámark € 1.100 á hvern þátttakenda)
 • Stuðningur við sérþarfir: 100% af kostnaði vegna þátttöku fatlaðra einstaklinga
 • Sérstakur kostnaður:
  – 100% af kostnaði vegna vegabréfsáritana eða bólusetninga.
  – Viðbótarstyrkur v/ferðakostnaðar: ef upphæð ferðastyrks hér til hliðar dekkar ekki 70% af heildarkostnaði er hægt að sækja um styrk allt að 80% af heildar ferðakostnaði.
Ferðastyrkur milli landa

Vegalengdir miðast við loftlínu. Notið þessa reiknivél til að finna vegalengdina.

 • 10-99 km: € 20 á mann
 • 100-499 km: € 180 á mann
 • 500-1999 km: € 275 á mann
 • 2000-2999 km: € 360 á mann
 • 3000-3999 km: € 530 á mann
 • 4000-7999 km: € 820 á mann
 • 8000 km og lengra: € 1.500 á mann

Viltu sækja um? Náðu í umsóknareyðublaðið!