Frumkvæði ungs fólks snýst um að hópar ungs fólks í tveimur eða fleiri löndum vinni saman að einhverju sniðugu. Viljið þið halda tónlistarhátíð? Eða kannski búa til heimildamynd? Hvernig væri að opna miðstöð fyrir ungt fólk? Þið getið gert allt þetta, og svo miklu meira, með styrkjunum frá okkur.

Náðu í umsóknareyðublaðið!

Hugmyndirnar ráða


Frumkvæði ungs fólks, eða frumkvæðisverkefni, eru alveg ofboðslega fjölbreytt. Næstum hvað sem ykkur dettur í hug getur orðið að frumkvæðisverkefni. Hugarflugið eru einu takmörkin. Það sem skiptir mestu máli er að ungt fólk eigi sjálft frumkvæði að verkefninu. Skipulag og framkvæmd verkefnisins á að vera í höndum unga fólksins. Annað sem skiptir máli er til dæmis:

 • Samfélagsleg áhrif: Það er frábært ef verkefnið ykkar hefur áhrif á fleiri!
 • Lærdómurinn: Við leggjum áherslu á að frumkvæðisverkefni séu tækifæri til að fá reynslu læra eitthvað nýtt
 • Frumlegheit: Þið þurfið ekki endilega að gera eitthvað sem hefur aldrei verið gert áður, en það er best ef verkefnið ykkar er að minnsta kosti svolítið frumlegt!

Við vitum að það getur verið svolítið erfitt að finna samstarfshópa í öðrum löndum. Þess vegna bjuggum við til leitarvélina Otlas. Á Otlas getið þið fundið aðra hópa sem hafa líka áhuga á samstarfi, eða skráð ykkar eigin hóp.

Dæmi um verkefni


Podium Festival fékk styrk til að halda fjölþjóðlega tónlistarhátíð á Íslandi. Ungt tónlistarfólk frá Íslandi, Noregi og Þýskalandi bæði skipulögðu hátíðina og komu fram á henni. Verkefnið var tækifæri fyrir tónlistarfólkið til að fá reynslu í skipulagningu stórra, fjölþjóðlegra viðburða og líka skemmtileg viðbót við tónlistarlífið á Íslandi.

Sub Rosa er stuttmynd sem tveir hópar, einn á Íslandi og annar í Bretlandi, fengu styrk til að framleiða saman. Myndin fjallar um stelpu sem elst upp í vændishúsi og fjallar um áhrifin sem það hefur á ævi hennar. Styrkurinn gerði þessum hópum kleift að fjármagna eigin stuttmynd, sem annars getur verið erfitt fyrir þá sem ekki hafa mikla reynslu úr kvikmyndaheiminum, og öðlast þar með mikilvæga reynslu sem getur nýst þeim síðar meir.

Reglurnar


Hverjir geta sótt um?
 • Hópur ungs fólks: A.m.k. 4 ungmenni 15-30 ára frá öllum löndunum sem taka þátt í verkefninu. Sýna þarf fram á að hugmyndin er þeirra og þau vinni verkefnið í heild sinni.
Fjöldi samstarfsaðila
 • Hópar frá minnst tveimur löndum, minnst fjórir í hverjum hóp.
 • Verkefnið verður að fara fram í landi/löndum hópanna sem taka þátt í verkefninu.
Lengd
 • 6-24 mánuðir
Umsóknarfrestir
 • 15. febrúar (verkefni sem byrja 1. júní til 30. september)
 • 26. apríl (verkefni sem byrja 1. september til 31. desember)
 • 4. október (verkefni sem byrja 1. febrúar til 31. maí)

Styrkupphæðir


Kostnaður vegna verkefnisstjórnar
 • Skipulagssamtök: € 500 á mánuði
 • Önnur samtök: € 250 á mánuði á samtök
 • Hámark: € 2.750 á mánuði
Fjölþjóðlegir fundir

Vegalengdir miðast við loftlínu. Notið þessa reiknivél til að finna vegalengdina.

 • Ef ferðast er 100-1.999 km: € 575 á mann
 • Ef ferðast er lengra en 2000 km: € 760 á mann
 • Athugið að skrá þarf samanlagðan heildarfjölda þeirra sem ferðast á fundi í umsóknareyðublaðið. Margir hafa gert mistök og sótt um of lágan styrk vegna þessa. Passið að heildar styrkur fyrir þennan lið sé réttur.
Stuðningur við sérþarfir
 • 100% af kostnaði vegna þátttöku fatlaðra einstaklinga

Viltu sækja um? Náðu í umsóknareyðublaðið!