Frábært tækifæri fyrir ungt fólk sem getur farið til Evrópu til að taka þátt í alls konar verkefnum. Sjálfboðastarfið getur verið (næstum) hvað sem er og alls konar samtök eða stofnanir geta tekið á móti sjálfboðaliðum eða aðstoðað ungt fólk að gerast sjálfboðaliðar. Styrkurinn nær yfir flesta kostnaðarliði eins og t.d. ferðakostnað, gistingu, fæði, tungumálakennslu og vasapeninga.

Smelltu hér ef þú villt
fara sem sjálfboðaliði

Fyrst þarf að sækja um vottun til að verða EVS samtök áður en sótt er um styrk


Ef stofnunin eða samtökin þín vilja taka þátt í EVS sjálfboðaverkefnum, sem sendi- eða móttökusamtök, þurfið þið fyrst að fá vottun sem EVS samtök. Þetta er nauðsynlegt til að ganga úr skugga um að hugsað hafi verið fyrir mikilvægum atriðum eins og fæði og húsnæði, samgöngum, stuðningi við sjálfboðaliðann og innihaldi sjálfboðastarfsins sjálfs.

Það getur tekið 6-8 vikur að fá vottun en við hjá Evrópu unga fólksins erum til staðar til að hjálpa ykkur með það. Þið þurfið að hafa samband við EUF til að nálgast rétt eyðublað.

Eftirfarandi 4 skjöl hjálpa þér þegar þú sækir um EVS vottun.
1) EVS Charter
2) EVS accreditation guidelines
3)
EVS accreditation leiðbeiningar
4
) What to expect from EVS 

Hafðu samband við Helgu
til að fá viðurkenningu:

515 5800

Dæmi um verkefni


Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) senda EVS sjálfboðaliða til ýmissa Evrópulanda. Þau aðstoða ungt fólk sem hefur áhuga á að fara í sjálfboðastarf að finna starf við hæfi og við að sækja um til mótttökusamtakanna. Þau eru í sambandi við sjálfboðaliðana á meðan á sjálfboðastarfinu stendur og veita þeim stuðningi eftir þörfum. Eftir að heim er komið geta sjálfboðaliðarnir síðan komið inn í starfið hjá AUS og geta þar orðið hluti af tengslaneti fyrrverandi sjálfboðaliða.

Farfuglar taka á móti EVS sjálfboðaliðum frá Evrópu til að taka þátt í tvenns konar verkefnum. Green Hostels verkefnið fjallar um að viðhalda stefnu farfuglaheimila á Íslandi í umhverfismálum. Life at the hostels fjallar um kynningu á þessari umhverfisstefnu. Sjálfboðaliðar taka myndir, myndbönd og viðtöl við ferðamenn sem koma til Íslands og gista á farfuglaheimilunum og forvitnast um sýn þeirra á íslenskri náttúru og stefnu farfuglaheimilanna í umhverfismálum.

Reglurnar


Hverjir geta sótt um?
 • Félög sem starfa ekki í hagnaðarskyni
 • Opinberir aðilar, stofnanir
Sjálfboðaliðar
 • Ungt fólk 17-30 ára
 • Hámark 30 sjálfboðaliðar í einu verkefni
 • Hver einstaklingur getur aðeins sinnt EVS sjálfboðastarfi einu sinni, nema ef EVS sjálfboðastarfið tekur 2 mánuði eða skemur
Lengd
 • Sjálfboðastarf: 2-12 mánuðir
 • Sjálfboðastarf: 2 vikur-12 mánuðir ef sjálfboðaliðar eru 10 eða fleiri, eða ungt fólk með færri tækifæri
 • Verkefnið allt (undirbúningur, framkvæmd, mat): 3-24 mánuðir
Fjöldi samstarfsaðila
 • A.m.k. ein sendisamtök og ein mótttökusamtök í sitt hvoru landinu
Staðsetning
Umsóknarfrestir
 • 15. febrúar (verkefni sem byrja 1. maí til 30. september)
 • 26. apríl (verkefni sem byrja 1. ágúst til 31. desember)
 • 4. október (verkefni sem byrja 1. janúar til 31. maí)
Undirbúningsheimsókn
 • Lengd: 2 dagar (ferðadagar ekki taldir með)
 • Þátttakendur: 1 frá hverjum samstarfsaðila, 2 ef minnst annar þeirra er verðandi sjálfboðaliði í verkefninu

Styrkupphæðir


Verkefnisstyrkur
 • Skipulagsstyrkur fyrir hvern sjálfboðaliða: € 26 á dag (fyrir húsnæði, fæði, ferðir innanbæjar o.fl sem þarf)
 • Vasapeningur fyrir hvern sjálfboðaliða: € 6 á dag
 • Tungumálanám fyrir hvern sjálfboðaliða: € 150  (aðeins fyrir verkefni sem eru 2-12 mánuðir)
 • Stuðningur við sérþarfir: 100% af kostnaði vegna þátttöku fatlaðra einstaklinga
 • Sérstakur kostnaður:
  – 100% af kostnaði vegna vegabréfsáritana.
  – Gistingar í undirbúningsheimsókn.
  – V/þátttöku ungs fólks með færri tækifæri.
  – Viðbótarstyrkur v/ferðakostnaðar: ef upphæð ferðastyrks hér til hliðar dekkar ekki 70% af heildarkostnaði er hægt að sækja um styrk allt að 80% af heildar ferðakostnaði.
Ferðastyrkur milli landa

Vegalengdir miðast við loftlínu. Notið þessa reiknivél til að finna vegalengdina.

 • 10-99 km: € 20 á mann
 • 100-499 km: € 180 á mann
 • 500-1999 km: € 275 á mann
 • 2000-2999 km: € 360 á mann
 • 3000-3999 km: € 530 á mann
 • 4000-7999 km: € 820 á mann
 • 8000 km og lengra: € 1.500 á mann