Upplýsingar fyrir styrkþega

Til hamingju með styrkinn! Hérna eru ýmis praktísk atriði sem þú gætir þurft að skoða og nota í tengslum við framkvæmd verkefnisins þíns.

Handbók Erasmus+

Í Handbók Erasmus+ er að finna allar reglurnar sem gilda um mismunandi styrki úr Erasmus+ áætluninni. Það er mjög mikilvægt að kynna sér þessar reglur vel áður en sótt er um styrk. Einnig getur verið gott að hafa handbókina við höndina við framkvæmd verkefnsins.

Yfirlýsing um persónuvernd vegna umsókna í Erasmus+

Almenn ákvæði samnings

Ákvæði þessi eru hluti af öllum samningum sem gerðir eru milli Evrópu unga fólksins og styrkþega. Mikilvægt er að styrkþegar kynni sér vel almenn ákvæði samnings áður en hann er undirritaður og áður en verkefni er framkvæmt.

Mobility Tool – Umsýslukerfi verkefna


Leiðbeiningar fyrir Mobility Tool – Nám og þjálfun og Fundir ungsfólks

Tengiliðir verkefna fá sendan tölvupóst úr Mobility tool sem veitir aðgang að þeirra verkefni eftir að skrifað hefur verið undir samning.

Mobility Tool er kerfið sem þarf að nota til að halda utan um ferðir þátttakenda í verkefninu. Lokaskýrslu verkefna er skilað innan Mobility Tool og heldur kerfið einnig utan um útsendingu og móttöku á þátttakendaskýrslum þegar það á við.

Þegar nöfn þátttakenda liggja fyrir þarf að færa inn í umsýslukerfið Mobility Tool almennar upplýsingar um þátttakendur, t.d. nafn, hvert hann er að fara, lengd ferðarinnar, vegalengd ferðalags o.fl. Þetta á að gera áður en ferðinni sem um ræðir lýkur.

Til þess að fara inn í Mobility tool þarf að hafa ECAS reikning. Ef þú hefur ekki búið til ECAS reikning áður þarftu að nýskrá tölvupóstfangið þitt á ECAS með því að fara inn á hlekkinn hér fyrir ofan (Mobility Tool).

Merki Evrópu unga fólksins og Erasmus+


Nauðsynlegt er að birta bæði merki Evrópu unga fólksins og Erasmus+ í allri útgáfu verkefnis sem hlýtur styrk frá Evrópu unga fólksins. Með útgáfu er átt við alla miðla, t.d. bæklinga, bækur, skýrslur, myndbönd og netsíður. Sé þetta ekki gert áskilur Evrópa unga fólksins sér rétt til að lækka styrkupphæð um allt að 10%.

Hægrismellið á viðeigandi merki og veljið vista sem/save as til að hlaða því niður.

Merki Evrópu unga fólksins í lit

Merki Evrópu unga fólksins í hvítu

Merki Erasmsus+ í lit

Merki Erasmus+ í svarthvítu

Merki Erasmus+ í hvítu

Lokaskýrslur úr Youth in Action 2007-2013


Ef þú fékkst styrk fyrir árið 2014 þarftu að nota eyðublöðin hér fyrir neðan til að skila lokaskýrslu. Nauðsynlegt er að nota rétt eyðublað miðað við árið sem þú fékkst styrk og þann flokk sem þú fékkst styrk úr. Einnig er nauðsynlegt er að styðjast við rétta handbók við útfyllingu á lokaskýrslum.

Ungmennaskipti
Frumkvæði ungs fólks
Lýðræðisverkefni
EVS sjálfboðaverkefni
  • 2013: Enska
  • 2013 skýrsla sjálfboðaliða: Enska
Þjálfun og samstarf
Fundir ungs fólks
Handbækur úr Youth in Action