Við styrkjum þá sem starfa í æskulýðsgeiranum eða eru virkir í félögum ungs fólks til að sækja námskeið á vegum systurskrifstofa Evrópu unga fólksins, landsskrifstofum Erasmus+ víða í Evrópu. Námskeiðin snúast um að læra betur á óformlegt nám, skipuleggja verkefni innan Erasmus+, starf með ungu fólki og fleira.

Þeir sem fara á námskeið erlendis á vegum Evrópu unga fólksins greiða 10% af ferðakostnaði í þátttökugjald en fá styrk fyrir öllum öðrum kostnaði. Fari námskeið fram á Íslandi greiða íslenskir þátttakendur 7.500 kr. þátttökugjald. Þetta á við nema annað sé tekið fram. Evrópa unga fólksins styrkir aðeins þátttöku á námskeiðum sem birtast á þessari síðu en ekki öllum námskeiðum sem birtast á The European Training Calendar. Athugið að þátttakendur á námskeiðum verða að vera orðnir 18 ára þegar námskeiðið fer fram, nema annað sé tekið fram. Við veitum líka styrki til samtaka til að skipuleggja sín eigin námskeið. Ef þú villt kynna þér það skaltu fara á síðuna um þjálfun starfsmanna.

Umsóknarferli námskeiða


1

Sótt er um á síðu hvers námskeiðs hjá SALTO með því að velja „Apply now!“.

2

Komi jákvætt svar um þátttöku er sendur póstur á euf@euf.is til að nálgast samninginn.

3

Þegar heim er komið er fyllt er inn í spurningalista og yfirlit yfir útlagðan kostnað.

Námskeið og ráðstefnur í boði núna


The Incubator – LESS work for MORE impact

  • Fyrir: Fólk í æskulýðsgeiranum.
  • Markmið: Er að styðja fólk í æskulýðsgeiranum við að fá sem mest út úr Erasmus+ og öðrum svipuðum áætlunum. Að auka ávinning og áhrif verkefna. Áhrifin geta verið á einstaklings grundvelli, samtaka eða samfélagslega.
  • Hvar: Danmörk
  • Hvenær: 26. – 29. september 2017
  • Umsóknarfrestur: 2. júní 2017

Nánar

 

Open access II

  • Fyrir: Þau sem starfa með ungmennum með fatlanir.
  • Markmið: Að kynna þau tækifæri sem að ungmennaskipti Erasmus+ áætlunarinnar geta veitt. Einnig er námskeiðið kjörin vettvangur fyrir tengslamyndun fyrir þá sem starfa með ungmennum með fatlanir. Oft getur reynst erfitt að finna samstarfsaðila í ungmennaskipti, en þarna er tækifærið þitt! Þú eykur þína kunnáttu og ungmennin þín græða þvílíkt á þessu!
  • Hvar: París, Frakkland
  • Hvenær: 23. – 27. september 2017
  • Umsóknarfrestur: 17.maí 2017

Nánar