Við styrkjum þá sem starfa í æskulýðsgeiranum eða eru virkir í félögum ungs fólks til að sækja námskeið á vegum systurskrifstofa Evrópu unga fólksins, landsskrifstofum Erasmus+ víða í Evrópu. Námskeiðin snúast um að læra betur á óformlegt nám, skipuleggja verkefni innan Erasmus+, starf með ungu fólki og fleira.

Þeir sem fara á námskeið erlendis á vegum Evrópu unga fólksins greiða 10% af ferðakostnaði í þátttökugjald en fá styrk fyrir öllum öðrum kostnaði. Fari námskeið fram á Íslandi greiða íslenskir þátttakendur 7.500 kr. þátttökugjald. Þetta á við nema annað sé tekið fram. Evrópa unga fólksins styrkir aðeins þátttöku á námskeiðum sem birtast á þessari síðu en ekki öllum námskeiðum sem birtast á The European Training Calendar. Athugið að þátttakendur á námskeiðum verða að vera orðnir 18 ára þegar námskeiðið fer fram, nema annað sé tekið fram. Við veitum líka styrki til samtaka til að skipuleggja sín eigin námskeið. Ef þú villt kynna þér það skaltu fara á síðuna um þjálfun starfsmanna.

Umsóknarferli námskeiða


1

Sótt er um á síðu hvers námskeiðs hjá SALTO með því að velja „Apply now!“.

2

Komi jákvætt svar um þátttöku er sendur póstur á euf@euf.is til að nálgast samninginn.

3

Þegar heim er komið er fyllt er inn í spurningalista og yfirlit yfir útlagðan kostnað.

Námskeið og ráðstefnur í boði núna


Social Entrepreneurship, Youth and Vocational Education Forum: Towards Collaborative Practice 2018

 • Fyrir: Þá sem vinna með ungu fólki og hafa áhuga á samfélagslegu frumkvöðlastarfi
 • Lýsing: Ráðstefna þar sem leiða á saman aðila úr ólíkum geirum sem tengjast samfélagslegu frumkvöðlastarfi.
 • Hvar: Liverpool, Bretlandi
 • Hvenær: 27. – 30. mars 2018
 • Umsóknarfrestur: 4. desember 2017

Nánar

On track – Different youth work approaches for different NEET situations

 • Fyrir: Þá sem starfa með NEET ungmennum t.d. innan félagslega kerfisins eða stefnumótendur innan geiranns.
 • Lýsing: Ráðstefna þar sem skoðað verður hvernig hægt er að nýta æskulýðsstarf til að ná til NEET (Not in education, employment or training) ungmenna.
 • Hvar: Istanbul, Tyrklandi
 • Hvenær: 6. – 10. mars 2018
 • Umsóknarfrestur: 10. desember 2017

Nánar

The Power of Non Formal Education

 • Fyrir: Þá sem vilja læra meira um óformlegt nám og námsaðferðir
 • Lýsing: Á námskeiðinu eru áherslur og aðferðir í óformlegu námi skoðaðar með það að markmiði að þátttakendur geti öruggir beitt slíkum aðferðum með sínum ungmennum
 • Hvar: Turin, Italy
 • Hvenær: 23. – 28. janúar 2018
 • Umsóknarfrestur: 25. november 2017

Nánar

Networks for equity

 • Fyrir: Þá sem starfa með fötluðum ungmennum eða ungu fólki sem glímir við langvarandi veikindi.
 • Markmið: Að tengja saman æskulýðsstarfsmenn sem starfa með þessum hópum ungmenna og þannig fjölga Erasmus+ verkefnum með þessum hópum.
 • Hvar: Tallinn, Eistlandi
 • Hvenær: 4. – 9. desember 2017
 • Umsóknarfrestur: 25. október 2017

Nánar

BTM

 • Fyrir: Þá sem við vinna með ungu fólki og hafa áhuga á að skipuleggja ungmennaskipti
 • Markmið: Að þjálfa þá sem vilja sækja um sitt fyrsta ungmennaskiptaverkefni. Þeir íslendingar sem sótt hafa BTM hafa verið mjög ánægðir með árangurinn, bæði hvað varðar að finna samstarfsaðila og líka hvað það hjálpaði þeim mikið þegar þeir síðan framkvæmdu sín fyrstu ungmennaskipti.
 • Hvar: Írlandi
 • Hvenær: 20. – 24. febrúar 2018
 • Umsóknarfrestur: 1. desember 2017

Nánar

TYE – Tools for Youth Exchanges

 • Fyrir: Fyrir þá sem hafa byrjaðir eru að skipuleggja ungmennaskipti, hafa sótt um nú þegar eða hafa reynslu af skipulagningu eða þátttöku í ungmennaskiptum
 • Markmið: Að kynna tæki og tól til þess að bæta gæði hópastarfs í fjölþjóðlegum verkefnum. Auka skilning á hvernig mismunandi aðferðir efla ungt fólk til að meta reynslu þeirra af verkefnum og að efla þátttöku þeirra í dreifingu á niðurstöðum þeirra.
 • Hvar: Búdapest, Ungverjalandi
 • Hvenær: 11. – 17. desember 2017
 • Umsóknarfrestur: 29. október 2017

Nánar

MOOC – Erasmus+ Funding Opportunities for Youth

 • Fyrir: Þá sem stafa með ungu fólki og hafa áhuga á að fræðast um styrkjamöguleika í Erasmus+ áætluninni.
 • Markmið: Frábært netnámskeið þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að læra að sækja um styrki í flokki 1, Nám og þjálfun (ungmennaskipti, þjálfun starfsmanna, EVS) og flokki 3. (Fundir ungs fólks og ráðamanna)
 • Hvar: Á internetinu
 • Hvenær: 16. október – 20. nóvember
 • Umsóknarfrestur: Hægt er að skrá sig taka þátt til 10. nóvember. Við mælum þí með því að byrja 16. október.
 • Umsögn þátttakenda: “Ég fékk mikla innsýn inn í hvernig verkefni er hægt að sækja um, kynntist fullt af fólki og fékk virkilega góðar leiðbeiningar um hvernig eigi að sækja um.” – Óli Örn Atlason, félagsmiðstöðinni Fönix Kópavogi

Nánar