Við styrkjum þá sem starfa í æskulýðsgeiranum eða eru virkir í félögum ungs fólks til að sækja námskeið á vegum systurskrifstofa Evrópu unga fólksins, landsskrifstofum Erasmus+ víða í Evrópu. Námskeiðin snúast um að læra betur á óformlegt nám, skipuleggja verkefni innan Erasmus+, starf með ungu fólki og fleira.

Þeir sem fara á námskeið erlendis á vegum Evrópu unga fólksins greiða 10% af ferðakostnaði í þátttökugjald en fá styrk fyrir öllum öðrum kostnaði. Fari námskeið fram á Íslandi greiða íslenskir þátttakendur 7.500 kr. þátttökugjald. Þetta á við nema annað sé tekið fram. Evrópa unga fólksins styrkir aðeins þátttöku á námskeiðum sem birtast á þessari síðu en ekki öllum námskeiðum sem birtast á The European Training Calendar. Athugið að þátttakendur á námskeiðum verða að vera orðnir 18 ára þegar námskeiðið fer fram, nema annað sé tekið fram. Við veitum líka styrki til samtaka til að skipuleggja sín eigin námskeið. Ef þú villt kynna þér það skaltu fara á síðuna um þjálfun starfsmanna.

Umsóknarferli námskeiða


1

Sótt er um á síðu hvers námskeiðs hjá SALTO með því að velja „Apply now!“.

2

Komi jákvætt svar um þátttöku er sendur póstur á euf@euf.is til að nálgast samninginn.

3

Þegar heim er komið er fyllt er inn í spurningalista og yfirlit yfir útlagðan kostnað.

Námskeið og ráðstefnur í boði núna


Destination: Youth Participation

 • Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn en einnig þá sem vinna innan formlegst náms, hjá íþróttafélögum eða menningarstofnunum.
 • Markmið: Á námskeiðinu munu þátttakendur kynnast aðferðum til að virkja ungt fólk til samfélagslegrar þátttöku.
 • Hvar: Aþenu, Grikklandi
 • Hvenær: 21. – 27. nóvember
 • Umsóknarfrestur: 10. september

Nánar

Building from within: Paths to increase the participation of young migrants

 • Fyrir: Þá sem vinna með ungu fólki og sérstaklega þá sem vinna með ungum innflytjendum eða ungir innflytjendur sem eru leiðandi í æskulýðsstarfi.
 • Markmið: Á námskeiðinu munu þátttakendur kynnast aðferðum sem reynst hafa vel til að virkja ungt fólk með innflytjenda bakgrunn til þátttöku í æskulýðsstarfi.
 • Hvar: Portimão, Portúgal
 • Hvenær: 26. nóvember – 2. desember
 • Umsóknarfrestur: 8. október

Nánar

MENTOR plus – Improving mentorship in EVS

 • Fyrir: Mentora í EVS sjálfboðaverkefnum
 • Markmið: Á námskeiðinu gefst mentorum í EVS verkefnum tækifæri til deila reynslu sinni af því að vera mentorar og hitta aðra og læra af þeim.
 • Hvar: Vín, Austurríki
 • Hvenær: 30. október – 3. nóvember 2017
 • Umsóknarfrestur: 10. september 2017

Nánar

Strategic Partnerships Plus

 • Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki
 • Markmið: Að skapa vettvang til að mynda tengsl með það að markmiði að skipuleggja og framkvæma stór samstarfsverkefni æskulýðsstarfs, skóla og annarra aðila sem miða að nýsköpun í menntun.
 • Hvar: Búkarest, Rúmeníu
 • Hvenær: 21. – 25. nóvember
 • Umsóknarfrestur: 2. október

Nánar

Appetiser

 • Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki og hafa enga reynslu af fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi.
 • Markmið: Að gefa þátttakendum tækifæri til að upplifa á eigin skinni hvernig það er að taka þátt í fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi svo að þeir séu betur í stakk búnir til að skipuleggja fjölþjóðleg verkefni með sínum ungmennum.
 • Hvar: Bretlandi
 • Hvenær: 27. nóvember – 1. desember
 • Umsóknarfrestur: 17. september

Nánar

Queer it up!

 • Fyrir: Æskulyðsstarfsmenn
 • Markmið: Á auka hæfni þátttakenda í skipuleggja æskulýðsstarf sitt á þann máta að það sé opið öllum ungmennum óháð kynhneigð og kyngervi.
 • Hvar: Mollina, Malaga, Spáni
 • Hvenær: 5. – 10. nóvember 2017
 • Umsóknarfrestur: 17. september 2017

Nánar

 

ATOQ

 • Fyrir: Þá sem hafa tekið þátt í framkvæmd á minnst einu ungmennaskiptaverkefni og vilja gera það aftur.
 • Markmið: Að bæta gæði ungmennaskipta með því að leiða saman einstaklinga sem hafa reynslu af skipulagningu verkefna og fá þá til að deila reynslu sinni, læra hverjir af öðrum og fá nýjar hugmyndir.
 • Hvar: Grikklandi
 • Hvenær: 16. – 21. október
 • Umsóknarfrestur: 10. september

Nánar

The Power of Non Formal Education

 • Fyrir: Þá sem vilja læra meira um óformlegt nám og námsaðferðir
 • Lýsing: Á námskeiðinu eru áherslur og aðferðir í óformlegu námi skoðaðar með það að markmiði að þátttakendur geti öruggir beitt slíkum aðferðum með sínum ungmennum
 • Hvar: Búdapest, Ungverjalandi
 • Hvenær: 10. – 15. desember 2017
 • Umsóknarfrestur: 9. október 2017

Nánar

Youth Work Against Violent Radicalisation

 • Fyrir: Æskulýðsstarfsmenn og stefnumótendur.
 • Markmið: Á þessari ráðstefnu verður skoðað hvernig æskulýðsstarf getur unnið gegn ofbeldis- og öfgavæðingu ungs fólks í Evrópu.
 • Hvar: Möltu
 • Hvenær: 27. nóvember – 1. desember 2017
 • Umsóknarfrestur: 1. september 2017

Nánar

Eye Opener

 • Fyrir: Teymi sem innihalda 1 starfsmann og 1-2 ungmenni á aldrinum 15-18 ára.
 • Markmið: Að opna auga þátttakenda fyrir þeim möguleikum sem felast í ungmennaskiptaverkefnum og að skapa tækifæri til að finna samstarfsaðila til að vinna ungmennaskiptaverkefni með.
 • Hvar: KEX Hostel – Reykjavík
 • Hvenær: 22. – 27. nóvember 2017
 • Umsóknarfrestur: 18. september 2017

Nánar

 

Speak UP, Step UP!

 • Fyrir: Alla sem vinna með ungu fólki, rannsakendur, stefnumótendur og æskulýðsleiðtoga
 • Markmið: Á þessari 100 manna ráðstefnu verður sjónunum beint að því hvernig æskulýðshluti Erasmus+ hefur og getur stutt við valdeflingu og lýðstæðislega þátttöku ungs fólks.
 • Hvar: Berlín, Þýskalandi
 • Hvenær: 16. – 18. október 2017
 • Umsóknarfrestur: 27. ágúst 2017

Nánar

Democracy Reloaded – Study Visit

 • Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki hjá sveitarfélögum og þá sérstaklega með ungmennaráðum.
 • Markmið:Í þessari námsheimsókn verður skoðað hvernig hægt er að auka lýðræðislega þátttöku og áhrif ungs fólks á ákvarðannatöku sveitarfélaga og samtaka.
 • Hvar: Lisbon, Portúgal
 • Hvenær: 22. – 27. október
 • Umsóknarfrestur: 10. september

Nánar

TICTAC

 • Fyrir: Þá sem hafa áhuga að skipuleggja verkefni sem tengjast þjálfun starfsmanna og sjálfboðaliða í æskulýðsgeiranum
 • Lýsing: Á námskeiðinu er farið í þau grunnatriði sem er nauðsynlegt að vita til að skipuleggja heimsóknir, námskeið og ráðstefnur með styrk úr Erasmus+
 • Hvar: Búlgaríu
 • Hvenær: 22. – 28. október 2017
 • Umsóknarfrestur: 3. september 2017

Nánar

SOHO

 • Fyrir: Þá sem tengjast EVS sjálfboðaverkefnum
 • Markmið: Að auka gæði EVS sjálfboðaverkefna með því að leiða saman aðila sem tengjast slíkum verkefnum og fræða þá um nýjungar í Erasmus+, opna á nýtt samstarf þeirra á milli og gefa þeim færi á að nýta reynslu hvers annars.
 • Hvar: Svíþjóð
 • Hvenær: 17. – 21. október 2017
 • Umsóknarfrestur: 4. september 2017

Nánar

BiTriMulti (BTM)

 • Fyrir: Þá sem við vinna með ungu fólki og hafa áhuga á að skipuleggja ungmennaskipti
 • Markmið: Að þjálfa þá sem vilja sækja um sitt fyrsta ungmennaskiptaverkefni. Þeir íslendingar sem sótt hafa BTM hafa verið mjög ánægðir með árangurinn, bæði hvað varðar að finna samstarfsaðila og líka hvað það hjálpaði þeim mikið þegar þeir síðan framkvæmdu sín fyrstu ungmennaskipti.
 • Hvar: Noregi
 • Hvenær: 9. – 13. október 2017
 • Umsóknarfrestur: 3. september 2017

Nánar